Íslenska

Fiskveiðar og skip

Frá upphafi byggðar hafa fiskveiðar og sjávarnytjar verið helsti bjargræðisvegur Vestfirðinga.  Verstöðvar voru á annesjum þar sem stutt var til fiskimiða og bændur sendu menn sína í verin. Á 19 öld varð mikil bylting í útgerð þegar þilskip komu til sögunnar, og á 20 öldinni komu enn stærri skip, togararnir, fyrst síðutogararnir og síðan skuttogararnir. 

Skúta á Patreksfirði. Ljósmynd: Ljósmyndasafnið Ísafirði.