Íslenska

Iðnaður og handverk

Iðnaðarmenn eru kjarni hvers bæjarsamfélags. Þeir mynda sjálfstæða stétt á milli kaupmanna og embættismanna og verkafólks og sjómanna. Þeir sóttu oft menntun sína til útlanda, eða voru innflytjendur í bæjunum. Með þeim fylgdi menning úr erlendum borgum, ný verkmenning, en líka hugmyndir um samtök og félagskap og réttindi borgara til áhrifa.