Íslenska

Beykisiðn

Beykisiðn var flutt inn til landsins með kaupmönnum á tímum einokunarverslunarinnar. Beykjar voru í þjónustu helstu verslana. Þeir smíðuðu tunnur og trog og önnur ílát fyrir verslunina. Þá var fiskur og lýsi og annar útflutningur settur í tunnur fyrir flutning yfir hafið. Mjöl og fleiri nauðsynjar voru fluttar til landsins í trétunnum. Beykisiðnin var því mikilvægasta iðnin við hvern verslunarstað. Síðar voru sérhæfðir tunnusmiðir við síldarútveginn, dexílmenn, vel launaðir yfir síldarvertíðina. Beykjar, húsasmiðir og bátasmiðir unnu allir í tré.

 

Ítarefni

Iðnaðarmenn eru kjarni hvers bæjarsamfélags. Þeir mynda sjálfstæða stétt á milli kaupmanna og embættismanna og verkafólks og sjómanna. Þeir sóttu oft menntun sína til útlanda, eða voru innflytjendur í bænum. Með þeim fylgdi menning úr erlendum borgum, ný verkmenning, en líka hugmyndir um samtök og félagskap og réttindi borgara til áhrifa.

 

Þegar Ísafjörður fékk kaupstaðarréttindi í annað sinn árið 1866 bjuggu þar fimm trésmiðir, tveir beykjar, þrír járnsmiðir, seglasaumari, skósmiður og bókbindari. Sumir höfðu fast starf hjá kaupmönnum, svo sem beykjarnir, en aðrir stunduðu sjálfstæða starfsemi. 

Myndir með Ítarefni