Leiklist
Leiklistaráhugi vaknaði í fyrir áhrif frá fólki sem flutti hingað frá Danmörku eða öðrum löndum, eða hafði stundað þar nám og störf. Útilegumennirnir eftir Matthías Jochumsson var sett upp í pakkhúsi Ásgeirsverslunar við Aðalstræti veturinn 1879 og frá þeim tíma hafa reglulegar leiksýningar verið haldnar í kaupstaðnum. Með tilkomu samkomuhúss að undirlagi góðtemplarareglunnar glæddist leiklistaráhuginn og blómstraði þegar stúkurnar reistu glæsilegt leikhús árið 1905 við Templaragötu 5, síðar Hrannargötu. Það var fínasta leikhús landsins á þeim tíma, með senu og balkoni. Leikfélag Ísafjarðar var stofnað 1922 og starfaði af miklum krafti næstu ár og áratugi. Eftir nokkra lægði í leikhúsmálum var Litli leikklúbburinn stofnaður árið 1965. Hann er enn starfandi og setur upp eitt eða fleiri verk á hverjum vetri.