Verslun
Verslunarhættir á Íslandi hafa breyst mikið í aldanna rás. Það er af sem áður var þegar einokunarverslun Dana var eina verslunin sem leyfð var á Íslandi. Húsin í Neðstakaupstað á Ísafirði eru reist á þeim tíma þegar einokunarkaupmenn höndluðu þar. Einokunarversluninni var aflétt árið 1787 og árið 1855 fengu Íslendingar fullkomið verslunarfrelsi.
